Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frumkvöðullinn Fida er „Maður ársins á Suðurnesjum 2014“
Fida með flösku af fæðubótarefninu sem þau hafa þróað en það er unnið úr náttúrulegum íslenskum jarðhitakísli. Það vinnur m.a. á beinþynningu sem er mjög algeng hjá konum. VF-mynd/pket.
Fimmtudagur 15. janúar 2015 kl. 08:00

Frumkvöðullinn Fida er „Maður ársins á Suðurnesjum 2014“

Frumkvöðullinn Fida Abu Libdeh sem stofnaði nýlega nýsköpunarfyrirtækið Geosilica á Ásbrú er „Maður ársins á Suðurnesjum 2014“.

Hún kom 16 ára frá Palestínu, gekk í menntaskóla í Reykjavík en náði ekki að ljúka stúdentsprófi vegna erfiðleika með íslenskuna. Hún vildi mennta sig meira og gera meira á lífsleiðinni en var komin í öngstræti þegar hún uppgötvaði háskólabrú í Keili á Ásbrú. Þar var hún greind með lesblindu og fékk viðeigandi hjálp til að halda áfram að læra. Það gerði hún með stæl, lauk stúdentsprófi og síðan í framhaldinu þriggja ára háskólanámi í umhverfis- og orkutæknifræði. Hún stofnaði síðan frumkvöðlafyrirtæki með skólafélaga sínum Burkna Pálssyni og nú um áramótin kom vara þeirra á markaðinn en það er hágæða kísilfæðubótarefni, unnið úr náttúrulegum íslenskum jarðhitakísli. Hún lét ekki þar við sitja á menntunarbrautinni heldur fór samhliða vinnu sinni í nýja fyrirtækinu í MBA nám í Háskólanum í Reykjavík sem hún klárar næsta vor. Það var ekki alveg nóg því hún bætti við þriðja barninu en hún er gift Jóni Kristni Ingasyni viðskiptafræðingi. Fjölskyldan býr á Ásbrú og var með fyrstu íbúunum sem flutti þangað árið 2007.

Saga Fidu er mögnuð og við segjum hana í prentútgáfu Víkurfrétta og einnig í sjónvarpsþætti okkar í kvöld á ÍNN og vf.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétta afhenti Fidu viðurkenningarskjal og blómvönd.