Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frumkvöðlanámskeið hefst eftir helgi
Fimmtudagur 24. júní 2004 kl. 15:43

Frumkvöðlanámskeið hefst eftir helgi

Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja mun á næstunni standa fyrir frumkvöðlanámskeiði í samvinnu við 88-húsið.

Námskeiðið er ætlað ungu fólki á aldrinum 18-25 ára sem er í atvinnuleit og miðar að því að breyta hugsunarhætti þátttakenda með það að markmiði að efla skapandi hugsun og sjá möguleika þar sem þeir virtust ekki vera til staðar.

Námskeiðið hefst á mánudag, en aðstandendur héldu kynningarfund á námskeiðinu í dag og var mæting góð, enda er um gott framtak að ræða.

VF-mynd/Þorgils Jónsson: Frá kynningarfundi í dag

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024