Frú Ragnheiður fékk 500 þús. kr. styrk - bíllinn á ferðinni
Frú Ragnheiður á Suðurnesjum hlaut 500 þúsund króna styrk til kaupa á æðaskanna úr samfélagssjóði Landsbankans.
Æðaskanni er mjög mikilvægur í skaðaminnkandi ráðleggingum fyrir þá sem nota þjónustu Frú Ragnheiðar.
Rauði krossinn á Suðurnesjum vill þakka gífurlega velvild samfélagsins til verkefnisins.
Bílinn er á ferðinni mánudaga og fimmtudaga kl. 20–22 og fer í öll sveitafélög á Suðurnesjum og er fullum trúnaði heitið.. Sími 783-4747.