Frostþoka liggur yfir Reykjanesbæ
Núna liggur frostþoka yfir Reykjanesbæ. Vindur er hægur og þykk og sérkennileg þokan hefur verið að læðast yfir bæinn síðustu mínútur.
Ljósmyndari Víkurfrétta skellti dróna á loft og myndir þaðan sýna þokuna leggjast yfir.
Það er hins vegar að vænta breytinga á veðri og Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Faxaflóa og einnig næstu spásvæði.
Hvassviðri eða stormur (Gult ástand)
5 feb. kl. 06:00 – 6 feb. kl. 06:00
Gengur í austan hvassviðri eða storm á morgun með skafrenningi, einkum í fyrramálið, en lengst af á fjallvegum. Lélegt ferðaveður.