Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frostlaust og bjart framundan
Fimmtudagur 13. mars 2008 kl. 09:22

Frostlaust og bjart framundan

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan 8-13 við Faxaflóann í dag en 15-23 á sunnanverðu Snæfellsnesi í fyrstu. Heldur hægari á morgun. Stöku slydduél við norðanverðan Faxaflóann í fyrstu en annars léttskýjað. Hiti 0 til 4 stig yfir daginn. Spáð er bjartvirði næstu daga

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag og sunnudag (pálmasunnudagur):
Hægviðri og yfirleitt léttskýjað, en él syðst á landinu á laugardag. Víða frostlaust við ströndina að deginum, annars 0 til 8 stiga frost.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á mánudag og þriðjudag:
Sunnan- og suðvestanátt. Dálítil rigning eða slydda SV- og V-lands, en bjartviðri austantil á landinu. Vægt frost á NA- og A-landi, annars 0 til 7 stiga hiti.

Á miðvikudag:
Snýst líklega í norðanátt, með slyddu eða snjókomu og kólnandi veðri.