Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 26. nóvember 2005 kl. 12:16

Frostlaust með vesturströndinni

Í morgun var hægviðri og víða léttskýjað, en skýjað suðvestantil. Hlýjast var 4 stiga hiti á Bjargtöngum, en kaldast 12 stiga frost í Möðrudal á Fjöllum.

Langt suðvestur í hafi er 1038 mb hæð og yfir Grænlandi er 1025 mb hæð en yfir Niðurlöndum er 980 mb lægð. Við vesturströndina er grunnt lægðardrag, sem þokast suðaustur.

Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Hægviðri og yfirleitt léttskýjað, en skýjað suðvestanlands í fyrstu. Norðan 3-8 m/s á landinu undir kvöld og stöku él norðaustanlands. Norðan 3-8 austantil á morgun, en hallar í sunnanátt vestast síðdegis á morgun. Bjartviðri. Frost víða 0 til 5 stig í dag, en frostlaust með vesturströndinni. Heldur svalara á morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024