Frost næstu daga
Hitatölurnar í veðurkortunum verða bláar næstu daga enda ríkjandi norðaustanátt framundan samkvæmt spá Veðurstofunnar. Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir norðaustan 8-13 m/s og víða léttskýjuðu. Líkur á stöku éljum síðdegis, en hægari og léttskýjað í nótt og á morgun. Frost 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað, en skýjað með köflum og líkur á stöku éljum um tíma síðdegis. Hægari á morgun. Frost 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag, sunnudag, mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Norðan- og norðaustanátt, víða 8-13 m/s. Él eða snjókoma, einkum norðanlands, en bjart með köflum á suðvestanverðu landinu. Frost yfirleitt á bilinu 0 til 8 stig, minnst við sjávarsíðuna, en kólnar um miðja viku.
---
Ljósmynd/Ellert Grétarsson.