Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frost næstu daga
Föstudagur 18. desember 2009 kl. 08:16

Frost næstu daga


Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhriginn: Fremur hæg vestlæg átt og bjartviðri, en gengur í norðaustan 10-15 m/s í kvöld. Víða frostlaust við ströndina í dag, annars 0 til 7 stiga frost.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Vestan 3-8 m/s og bjartviðri. Snýst í norðaustan 10-15 í kvöld. Hiti í kringum frostmark í dag, síðan 2 til 7 stiga frost

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:
Norðanátt, víða hvöss en hægari vestantil. Þurrt á S- og V-landi, annars snjókoma eða él, einkum NA-lands. Frost 2 til 10 stig.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:

Ákveðin norðanátt, snjókoma eða él á N- og A-landi, en bjartviðri SV-lands. Frost 0 til 8 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með svipuðu veðri áfram.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/elg - Þoka á Fitjum nú í vikunni.