Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frost á Fróni
Miðvikudagur 4. febrúar 2009 kl. 08:16

Frost á Fróni



Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðaustan 8-13 m/s og léttskýjað, en hægari annað kvöld. Frost 3 til 12 stig, kaldast í uppsveitum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:
Norðaustlæg átt, 5-10 m/s, en hvassara úti við austurströndina. Él N- og A-lands og einnig syðst á landinu, en léttskýjað SV-lands. Frost 2 til 14 stig, kaldast í innsveitum.

Á föstudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en él úti við sjávrsíðuna. Áfram talsvert frost um land allt.

Á laugardag og sunnudag:

Suðaustanátt með éljum SV-lands og hita nálægt frostmarki, en annars mun hægari, léttskýjað og talsvert frost.

Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt með éljum, einkum N-til og köldu veðri.

-----

VFmynd/elg – Vetur í Sólbrekkuskógi. Keilir í fjarska.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024