Frjálst afl ekki í sæng með D-lista
Ákvörðun eftir kappræður á Ránni í gærkvöldi.
„Frjálst afl var stofnað meðal annars til þess að ná fram breytingum á stjórnsýslu og rekstri Reykjanesbæjar til að ná böndum á fjármál bæjarins. Við viljum ráða bæjarstjóra sem kemur ekki úr röðum bæjarfulltrúa. Fagmann í rekstri og endurskipulagningu skulda.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Frjálsu afli.
Á kappræðufundi á Ránni í gærkvöldi, fimmtudagskvöldi, var töluvert spurt út í meirihlutamyndanir og samstarf flokkanna að loknum kosningum. Ljóst er að eina framboðið sem teflir fram bæjarstjóraefni er D-listi Sjálfstæðisflokks. Þessi grundvallar áherslumunur milli Á- og D-lista gerir það að verkum að Frjálst afl sér ekki fram á að geta myndað meirihluta með D-lista, fái Frjálst afl til þess brautargengi.