Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frjálslyndir fá engan, Borgarahreyfingin einn
Sunnudagur 26. apríl 2009 kl. 09:56

Frjálslyndir fá engan, Borgarahreyfingin einn


Talningu atkvæða lauk á níunda tímanum morgun í einum sögulegustu þingkosningum lýðveldisins. Í Suðurkjördæmi halda flokkarnir sínum sætum nema Frjálslyndi flokkurinn sem tapar sínum þingmanni. Grétar Mar Jónsson er því dottinn út af þingi. Borgarahreyfingin nær hins vegar inn einum manni í jöfnunarsæti.

Framsóknarflokkurinn fær tvo þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn þrjá, Samfylkingin þrjá og Vinstri grænir einn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þingmenn kjördæmisins verða því sem hér segir:

Björgvin G. Sigurðsson (S)
Ragnheiður Elín Árnadóttir (D)
Sigurður Ingi Jóhansson (B)
Atli Gíslason (V)
Oddný G. Harðardóttir (S)
Árni Johnsen (D)
Eygló Þóra Harðardóttir (B)
Róbert Marshall (S)
Unnur Brá Konráðsdóttir (D)
Magrét Tryggvadóttir (O)