Frítt í sund og á bókasafn í Sandgerði
- Námsgögn grunnskólanemendum áfram að kostnaðarlausu
Frítt verður í sund fyrir Sandgerðinga og sömuleiðis útlán úr bókasafni bæjarins. Þetta er meðal nýjunga í fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar fyrir tímabilið 2017 til 2020 sem samþykkt hefur verið. Í fundargerð bæjarstjórnar segir að ríkt hafi góð samstaða innan hennar við vinnslu fjárhagsáætlunarinnar og að hún beri þess merki að mikil áhersla hafi verið lögð á að stuðla að fjölskylduvænu samfélagi. Námsgögn verða foreldrum nemenda grunnskólans áfram að kostnaðarlausu og fráveitugjald, sem er hluti af fasteignagjöldum, verður lækkað um 16 prósent.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				