Frítt í sund í Vogum
Ný gjaldskrá hefur tekið gildi fyrir íþróttamiðstöðina í Sveitarfélaginu Vogum. Þar ber helst til tíðinda að allir þeir sem eiga lögheimili í sveitafélaginu fá núna frítt í sund.
Börn að 18 ára aldri, elli- og örorkulífeyrisþegar sem ekki eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Vogum greiða nú kr. 200 fyrir stakt skipti í laugina og aðrir þurfa að greiða kr. 650.