Frítt í sund fyrir alla í Sandgerði
Sandgerðingar þurfa ekki að borga fyrir að fara í sund frá og með næstkomandi miðvikudegi. Bæjarstjórn ákvað þetta á síðasta fundi sínum og stendur þetta tilboð um óákveðinn tíma, eða þar til henni verður lokað vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda.
Á næstunni mun ný sundlaug rísa í Sandgerði auk þess sem íþróttamiðstöð bæjarins verður tekin í gegn og stækkað.
Í greinargerð með þessari ákvörðun segir að bæjarstjórn sé með þessu að leggja frekari grunn að heilsuátaki Sandgerðinga, en eins og þegar hefur komið fram hófst heilsuátak starfsmanna bæjarins fyrir skemmstu.
Auk þess er bæjarstjórn að leggja áherslu á þá ákvörðun að tímabært er að hefja uppbyggingu á nýrri sundlaug fyrir bæjarbúa. Vilja forsvarsmenn Sandgerðisbæjar, með því að fella niður aðgangseyri að sundlauginni, leggja sitt af mörkum til að hvetja bæjarbúa til að stunda holla hreyfingu.
Á næstunni mun ný sundlaug rísa í Sandgerði auk þess sem íþróttamiðstöð bæjarins verður tekin í gegn og stækkað.
Í greinargerð með þessari ákvörðun segir að bæjarstjórn sé með þessu að leggja frekari grunn að heilsuátaki Sandgerðinga, en eins og þegar hefur komið fram hófst heilsuátak starfsmanna bæjarins fyrir skemmstu.
Auk þess er bæjarstjórn að leggja áherslu á þá ákvörðun að tímabært er að hefja uppbyggingu á nýrri sundlaug fyrir bæjarbúa. Vilja forsvarsmenn Sandgerðisbæjar, með því að fella niður aðgangseyri að sundlauginni, leggja sitt af mörkum til að hvetja bæjarbúa til að stunda holla hreyfingu.