Frítt í strætó í desember
Í tengslum við verslunardaga í Reykjanesbæ í desember verður boðið frítt í strætisvagnana þennan mánuð. Þann 1. janúar tekur tekur svo gildi ný gjaldskrá en samkvæmt henni fá börn og unglingar 18 ára og yngri frítt í strætó. Auk þess geta öryrkjar og ellilífeyrisþegar notað almenningssamgöngur sér að kostnaðarlausu. Þetta kemur fram á heimasíðu Reykjanesbæjar!