Frítt í strætó fyrir nemendur utan síns skólahverfis
- Strætókortið er frítt ef göngufjarlægðin er lengri en 1,5 kílómetri
Meirihluti bæjarráðs Reykjanesbæjar samþykkti að þeir nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar, sem sækja þurfi skólaúrræði utan skólahverfis, eigi rétt á strætókorti. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs frá 4. janúar sl.
Meirihlutinn samþykkti að þeir nemendur í 1.-10. bekk í grunnskólum, sem búa í meira 1,5 km göngufjarlægð frá sínum hverfisskóla, fái strætókort án endurgjalds.
Böðvar Jónsson og Árni Sigfússon, fulltrúar Sjálfstæðisflokkins, sátu hjá við afgreiðslu málsins þar sem að þeir hafa frá upphafi lagst gegn gjaldtöku í strætó og taka því ekki afstöðu til útfærslu á henni.