Mánudagur 4. janúar 2021 kl. 07:58
Frítt í söfn Reykjanesbæjar
Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar leggur til að enginn aðgangseyrir verði inn á söfn Reykjanesbæjar frá 1. janúar til 31. mars 2021.
Staðan verður endurmetin eftir það miðað við þróunina í samfélaginu vegna kórónuveirunnar.