Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frítt í íþróttir í Grindavík
Föstudagur 16. nóvember 2007 kl. 18:29

Frítt í íþróttir í Grindavík

Bæjarstjórn Grindavíkur undirritaði í dag samning við Ungmennafélag Grindavíkur um að öll grunnskólabörn í Grindvík ættu rétt á að stunda íþróttir endurgjaldslaust. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri, sagðist í samtali við Víkurfréttir, mjög ánægður með samninginn.

„Við vonumst svo sannarlega til þess að þetta verði til að fjölga þáttakendum og að sem flestir geti tekið þátt í íþróttum sem þau hafa áhuga á án tilits til efnahags.“

Gunnlaugur Hreinsson, formaður UMFG, lýsti einnig yfir mikill ánægju með samninginn sem hann vonaði að myndi bæði fjölga iðkendum og bæta starfið til þess að minnka brottfall, enda væru íþróttir besta forvörnin.

Í samningnum liggur kostnaður að um 6-10 miljónum króna á ári en heildarkostnaður af verkefninu er á bilinu 20-30 milljónir. Ekki er vitað til þess að nokkuð sveitarfélag á landinu hafi gengið svo langt í þessum málum þó mörg standi fyrir niðurgreiðslum sem ná mislangt.

VF-mynd/Þorgils - Ólafur bæjarstjóri ásamt fulltrúum UMFG og undirdeilda
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024