Frístundaskólinn opinn þrátt fyrir verkfall
 Starfsemi Frístundaskóla Reykjanesbæjar raskast ekki þótt til verkfalls grunnskólakennara komi á mánudag. Liðlega 200 börn eru skráð í skólann og koma krakkarnir úr öllum skólum Reykjanesbæjar, en Frístundaskólinn er fyrir börn í 1. til 4. bekk.
Starfsemi Frístundaskóla Reykjanesbæjar raskast ekki þótt til verkfalls grunnskólakennara komi á mánudag. Liðlega 200 börn eru skráð í skólann og koma krakkarnir úr öllum skólum Reykjanesbæjar, en Frístundaskólinn er fyrir börn í 1. til 4. bekk. 
Frístundaskólinn er opinn frá klukkan 13 til 17 alla virka daga. Víkurfréttir hafa ekki heyrt af neinum starfsmannafélögum fyrirtækja á Suðurnesjum sem hyggja á sameiginlega barnagæslu, en fyrirtæki í Reykjavík hafa gripið til slíkra ráða. 
Myndin: Það er alltaf mikið fjör í Frístundaskóla Reykjanesbæjar og þar verður opið þótt til verkfalls komi á mánudag.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				