Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frístundarbyggð eða íbúðarbyggð við Breiðagerðisvík?
Þriðjudagur 1. mars 2022 kl. 09:59

Frístundarbyggð eða íbúðarbyggð við Breiðagerðisvík?

„D-listinn harmar að meiri hluti nefndarinnar sé ekki samþykkur því að skipulag Breiðagerðisvíkur fari úr frístundarbyggð í íbúðarbyggð í dreifbýli. Sérstaklega í ljósi þess að lögfræðilegt álit styðst við slíka breytingu. Þar með verður ekki tekið tillit til þeirra sem sendu inn athugasemdir vegna deiluskipulagsins, enn í öllum þeim athugasemdum sem bárust var ósakað eftir því að fá að skrá þar lögheimili. Þar með glatast einnig tækifæri á tekjum fyrir sveitarfélagið því nú þegar býr fólk á svæðinu enn getur ekki skráð þar lögheimili.“ Þetta kemur fram í bókun fulltrúa D-listans í skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga þar sem deiliskipulagsmál frístundasvæðis við Breiðagerðisvík voru til umfjöllunar.

Fulltrúar E-lista óska einnig eftir að eftirfarandi yrði bókað við þennan lið:
„Fulltrúar E-lista telja að lóðir séu með þeim hætti í Breiðagerði að íbúafjöldi í íbúðahverfi verið yfir 50 og að jafnaði verði minna en 200 metrar á milli húsa. Lögfræðiálitið tekur ekki af vafa um að lögbundnar skyldur í þéttbýli gildi ekki og ekki sé útilokað að landeigendur gætu krafist þeirrar þjónustu sem fylgir þéttbýli. Löggjafinn geri ekki ráð fyrir því að menn skilgreini þéttbýli sem íbúabyggð í dreifbýli. Því sé ekki rétt að skilgreina svæðið sem íbúabyggð í dreifbýli enda yrði hverfið í raun þéttbýli. Fulltrúar E-lista telja jafnframt mikilvægt að fram komi vilji allra lóðareiganda áður en gerð yrði breyting á landnotkun.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024