Frístundahelgi í Reykjanesbæ um helgina
Frístundahelgi í Reykjanesbæ verður haldin um helgina í annað sinn þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og kynningar á því helsta sem íbúar í Reykjanesbæ iðka í frístundum sínum.
Á sama tíma verður opnuð árleg list- og handverkssýning í íþróttahúsinu við Sunnubraut og handverkssýningu eldri borgara í Selinu.
Atburðir helgarinnar fara fram víðs vegar um bæinn en reynt verður að ná til sem flestra og á nokkrum stöðum geta einstaklingar fengið að prófa ýmislegt nýtt og fengið góðar leiðbeiningar, eða bara staldrað við, skoðað og fylgst með.
Verslun og þjónusta í Reykjanesbæ tekur einnig mið af Frístundahelginni og hafa fyrirtæki, veitingastaðir og skemmtistaðir ákveðið að vera með margvísleg tilboð. Íbúar og gestir eru hvattir til þess að nýta sér þessi kostakjör um helgina, segir á vef Reykjanesbæjar.
Föstudagur
Duushús - Bátasafn - Listasafn: ókeypis aðgangur
Bókasafnið - bækur og blöð um frístundir á boðstólum
Frumleikhúsið - rokktónleikar kl. 20:00 til 00:00. Ýmsar nýjar hljómsveitir úr Reykjanesbæ stíga á stokk.
Skátafélagið Heiðabúar: Söngkvöld kl. 20:00 í skátahúsinu. Sönghópurinn Uppsigling.
Afsláttur í sund
Seltjörn: tilboð á dagsveiðileyfum kr. 2.000 (tveir fiskar innifaldir). Bátaleiga.
Listahúsið Stapakot: opið 13:00 - 17:00
Go-Kart: tilboð