Frístundahátíð í Reykjanesbæ um helgina
Undirbúningur fyrir fjölskyldusýninguna Frístundasumarið sem haldin verður í Reykjaneshöllinni gengur mjög vel. Þetta er menningarviðburður þar sem fyrirtæki, tómstundaklúbbar og handverksfólk sýna hvað þau hafa upp á að bjóða. Þessi árlegi viðburður hefur sífellt verið að verða yfirgripsmeiri en í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar segir að mikil áhersla hafi verið lögð á fjölbreytni til að allir, jafnt sýnendur sem og sýningargestir skemmti sér vel.
Opnunartími er laugardag 12 – 17 og sunnudag 13 – 17.
Mynd frá síðustu frístundahátíð