Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Frístund fyrir fötluð börn
Fimmtudagur 30. júní 2005 kl. 13:57

Frístund fyrir fötluð börn

Reykjanesbær mun frá og með haustinu 2005 bjóða upp á frístundaúrræði fyrir fötluð börn sem eru í 5.-10. bekk.

Boðið verður upp á frístund frá því að skóla lýkur og  til kl. 17:00 í Njarðvíkurskóla og verður verkefnið unnið í samvinnu við sérdeildirnar í Njarðvíkurskóla og Frístundaskóla Reykjanesbæjar.

Gjald fyrir frístundatilboðið verður í samræmi við gjaldskrá Frístundaskólans.

Þetta kemur fram á vef Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024