Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frisbee-golfvöllur settur upp í Aragerði í Vogum
Miðvikudagur 18. júlí 2018 kl. 10:58

Frisbee-golfvöllur settur upp í Aragerði í Vogum

Ákveðið hefur verið að setja upp frisbee-golfvöll í Vogum á svæðinu í kringum Aragerði samkvæmt teikningu sem lögð hefur verið fram fyrir bæjaryfirvöld í Sveitarfélaginu Vogum.
Á fundi frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga í vikunni kom fram að Kvenfélagið Fjóla hefur tekið málið fyrir og samþykkt það fyrir sitt leyti. Von er á körfunum um næstu mánaðamót og stefnt að uppsetningu vallarins í framhaldinu.
Nefndin fagnar tilkomu vallarins og veit að hann er kærkomin viðbót við útivistarmöguleika í sveitarfélaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024