Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fríhöfnin hlaut Starfsmenntaverðlaun SAF
Við afhendingu verðlaunanna í dag. Ásta Dís Óladóttir þakkaði fyrir viðurkenninguna. Næst henni er Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og síðan starfsmenn frá Fríhöfninni.
Föstudagur 1. febrúar 2013 kl. 15:49

Fríhöfnin hlaut Starfsmenntaverðlaun SAF

„Menntun starfsmanna hefur afar jákvæð áhrif á fyrirtækið í heild.“

Fríhöfnin ehf. hlaut í dag Starfsmenntaverðlaun Samtaka Ferðaþjónustunnar, en þau voru veitt í sjötta sinn á Degi menntunar.
„Stjórnendur Fríhafnarinnar leggja mikla áherslu á markvissa stefnu í mannauðsmálum, jafnréttismálum og fræðslumálum starfsmanna sinna.  Markviss stefna í símenntun hefur verið hluti af starfssemi Fríhafnarinnar s.l. ár og mikill metnaður einkennir fræðslustarfið.
Með markvissu námi fyrir starfsmenn mun Fríhöfnin skila ánægðum starfsmönnum enda sýna vinnustaðagreiningar að starfsánægja hjá Fríhöfninni er há eða mælist 4,37 (af 5)  en gerð var könnun á vegum Capacent árið 2012,“ sagði Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri.


Fríhöfnin var valin fyrirmyndarfyrirtæki og varð í 4. sæti af 93 þegar „Stofnun ársins“ á vegum SFR var kynnt í maí 2012. Könnunin var gerð meðal félagsmanna SFR á starfsskilyrðum þeirra og líðan á vinnustað. Hún náði til um 44 þúsund starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði, en SFR hefur verið í samstarfi við VR um valið á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins um árabil.
Eftirtalið var mælt; ánægja í starfi, stolt, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd fyrirtækisins og trúverðugleiki stjórnenda.  Eitt af því sem bent var á var Fríhafnarskólinn en árið 2011 undirrituðu starfsmenn og stjórnendur kjarasamning sem fól í sér samkomulag um nám og þjálfun starfsmanna sem metið er til launahækkana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í kjölfar þess var sérstakt fræðsluráð var stofnað en í því eiga sæti starfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins.  Sameiginlega þróaði fræðsluráðið námslínu í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, sem hentar afar vel fyrir starfsfólk í verslunum á alþjóðlegum flugvelli, en Keflavíkurflugvöllur er bæði fyrsti viðkomustaður erlendra ferðamanna á Íslandi sem og hinn síðasti.  „Því skiptir miklu máli að hafa vel þjálfað starfsfólk í verslunum fyrirtæksins.  Það sýnir sig að aukin menntun starfsmanna hefur afar jákvæð áhrif á fyrirtækið í heild, sem og á nærsamfélagið,“ sagði Ásta Dís.

Sigríður Baldursdóttir og Ásta Dís Óladóttir með viðurkenninguna.

Markviss stefna í símenntun hefur verið hluti af starfssemi Fríhafnarinnar s.l. ár og mikill metnaður einkennir fræðslustarfið. Hér er mynd frá Fríhafnarskólanum.