Friðsöm kosninganótt
Kosninganóttin í Reykjanesbæ var nokk friðsöm samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Til ryskinga kom á milli tveggja manna fyrir utan skemmtistað í bænum en nærstaddur lögreglumaður greip fljótt inn í og stöðvaði árásarmanninn. Ekki fylgir sögunni hvort um pólitísk átök var að ræða.
Þá voru tveir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.