Friðsamleg mótmæli við Keflavíkurkirkju í dag
Síðdegis í dag, kl. 17:30, verða friðsamleg mótmæli fyrir framan Keflavíkurkirkju. Prestastefna hefst í Keflavík í dag með guðsþjónustu í Keflavíkurkirkju kl. 18.00 og er venja á prestastefnu að biskup, prófastar og prestar gangi fylktu liði til kirkju.
Þeir bæjarbúar sem eru ósáttir við framkvæmd valnefndar, biskups og ráðherra í vali á sóknarpresti eru hvattir til að mæta tímanlega og taka þátt í mótmælastöðu við Keflavíkurkirkju.
Mótmælaspjöld verða í boði á staðnum fyrir þá sem vilja, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.
Þeir bæjarbúar sem eru ósáttir við framkvæmd valnefndar, biskups og ráðherra í vali á sóknarpresti eru hvattir til að mæta tímanlega og taka þátt í mótmælastöðu við Keflavíkurkirkju.
Mótmælaspjöld verða í boði á staðnum fyrir þá sem vilja, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.