Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Friðjón og Gunnar með 200 bæjarstjórnarfundi
Gunnar Þórarinsson, Frjálsu afli og Friðjón Einarsson, Samfylkingu, hafa báðir setið tvöhundruð fundi í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar. VF-mynd/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 6. maí 2020 kl. 12:40

Friðjón og Gunnar með 200 bæjarstjórnarfundi

Bæjarfulltrúarnir Friðjón Einarsson og Gunnar Þórarinsson sátu sinn tvöhundraðasta bæjarstjórnarfund í Reykjanesbæ nýlega. Frá því var greint á bæjarstjórnarfundi í Hljómahöllinni 5. maí og Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar færði þeim blómvönd í tilefni áfangans.

Gunnar var fyrst kosinn í bæjarstjórn vorið 2010 og er því á sínu þriðja kjörtímabili. Fyrst var Gunnar kosinn í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk en síðar fyrir Frjálst afl árið 2014 og svo aftur 2018. Gunnar Þórarinsson hefur verið í forsæti á 23 fundum bæjarstjórnar frá upphafi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á 587. bæjarstjórnarfundi sem haldinn var 21. apríl sat Friðjón Einarsson einnig sinn 200. fund í bæjarstjórn. Friðjón var kosinn í bæjarstjórn 2010 fyrir Samfylkinguna. Friðjón sat sitt fyrsta kjörtímabil í minnihluta en hefur síðan verið hluti af meirihluta bæjarstjórnar Reykjaesbæjar og verið formaður bæjarráðs undanfarin ár.