Friðjón og Guðbrandur vilja báðir í 1. sæti Samfylkingar
Fimm konur og fimm karlar gefa kost á sér í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ sem fram fer laugardaginn 27. febrúar í sal Verslunarmannafélags Suðurnesja að Vatnesvegi 12. Allir kosningabærir íbúar Reykjanesbæjar geta kosið í prófkjörinu.
Neðantaldir gefa kost á sér í prófkjörinu:
Eysteinn Eyjólfsson upplýsingafulltrúi sækist eftir 2. sæti
Friðjón Einarsson verkefnastjóri sækist eftir 1.-2. sæti
Guðbrandur Einarsson framkvæmdastjóri sækist eftir 1. sæti
Guðný Kristjánsdóttir leiðbeinandi sækist eftir 2.-3. sæti
Hannes Friðriksson innanhússarkitekt sækist eftir 4. sæti
Hjörtur M Guðbjartsson framkvæmdastjóri sækist eftir 3.-5. sæti
Jenný Þórkatla Magnúsdóttir þroskaþjálfi sækist eftir 2.-4.
Kristlaug María Sigurðardóttir kvikmyndagerðarkona sækist eftir 4. sæti
Margrét Óskarsdóttir umsjónarkona frístundarskóla sækist eftir 4.-6. sæti
Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir framhaldsskólakennari sækist eftir 3.-5. sæti
Gefið verður út sameiginlegt kynningarrit frambjóðenda og haldinn framboðsfundur á veitingahúsinu Ránni laugardaginn 20. febrúar kl. 14:00.
Sjá nánar á xsreykjanesbaer.is