Friðjón Einarsson: Geymi sjö blaðsíðna ræðu
- Er bjartsýnn eftir óvænt útspil lífeyrissjóða rétt fyrir bæjarstjórnarfund
„Ég er nokkuð bjartsýnn varðandi áframhaldandi viðræður. Alla vega þarf ég að geyma sjö blaðsíðna ræðu sem ég ætlaði að flytja á fundinum vegna skipun fjárhagsstjórnar. Mér finnst þetta í raun eins og í bíómynd, að fá bréf nokkrar mínútur í fund þegar við vorum að fara að samþykkja að skila lyklunum,“ sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar við Víkurfréttir eftir bæjarstjórnarfund í gær.
Víkurfréttir ræddu við Friðjón eftir bæjarstjórnarfundinn.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				