Friðjón búinn að kjósa
Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, mætti á kjörstað í Heiðarskóla skömmu fyrir kl. 15 í dag ásamt konu sinni, Sólveigu Guðmundsdóttur. Friðjón var því síðasti oddvitinn í Reykjanesbæ til að greiða atkvæði í kosningunum en hinir þrír oddvitarnir höfðu greitt atkvæði í morgun.
Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi þegar Friðjón og Sólveig kusu nú áðan.