Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 17. janúar 2000 kl. 21:22

FRIÐARLJÓS VIÐ ÖLL HÚS

Íbúar við Lágmóa í Njarðvík sýndu hluttekningu sína í verki með því að setja út friðarljós vegna fráfalls tveggja ungra manna úr Njarðvík um helgina.Ungur maður fannst látinn í Njarðvík síðustu nótt og annar ungur maður úr Njarðvík lést af slysförum á Spáni um helgina. Vegna þessara atburða hefur þorrablóti sem Ungmennafélag Njarðvíkur og Kvenfélag Njarðvíkur ætluðu að halda um næstu helgi verið aflýst. Ekki er hægt að greina frá nöfnum mannanna að svo stöddu. Ljósmyndin er tekin við Lágmóa í Njarðvík í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024