Fríar ferðir fyrir nemendur til og frá Reykjavík
Frá og með deginum í dag mun Grindavíkurbær bjóða upp á gjaldfrjálsar ferðir fyrir nemendur í veg fyrir nemendaferðir SBK til og frá Reykjavíkursvæðinu. Fyrirkomulag ferðanna verður á þann veg að farið verður kl. 6:40 og stoppað við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut kl. 07.05 þar sem bifreið SBK tekur við farþegum. Farið er til baka frá Grindavíkurafleggjara kl. 16.35 og 21.35 í samræmi við áætlun SBK.
Nemendur fá fríar ferðir til og frá Reykjavík. Nemendur þurfa að skrá sig hjá SBK í síma 420-6000. Ferð frá Grindavík að Reykjanesbraut og til baka verður gjaldfrjáls fyrir alla.
Aðrir sem vilja nýta sér umræddar ferðir þurfa að greiða fargjald samkvæmt verðskrá SBK, sjá hér.
Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Gunnar Kristjánsson í síma 820-5750.