Freyjur og þjónar útskrifast úr flugþjónustunámi Keilis
Á sumardaginn fyrsta var hópur flugfreyja og þjóna brautskráðir við hátíðlega athöfn hjá Keili á Ásbrú og voru fyrstu löggiltu skírteinin sem gefin eru út af Flugakademíu Keilis fyrir flugfreyjur og þjóna, afhent við hátíðlega athöfn á Ásbrú.
Guðmundur T. Sigurðsson, yfirkennari Flugakademíu, og Bryndís Blöndal, deildarstjóri flugþjónustubrautar, afhentu nemendum á flugþjónustubraut Keilis fyrstu löggiltu skírteinin samkvæmt nýlegri reglugerð Alþjóða flugmálastofnunar. Skírteinin, sem um ræðir, votta lögmæti grunnþjálfunar sem nemendur hafa hlotið og eru þau orðin krafa fyrir alla starfandi flugliða þeirra flugrekenda sem heyra undir evrópsk flugmálayfirvöld.
Flugakademía Keilis er eini skólinn á Íslandi og einn af örfáum í Evrópu, sem hefur leyfi til að útskrifa nemendur með þessi réttindi. Útskrifaðir nemendur af flugþjónustubraut eru þegar starfandi við sitt fag bæði hérlendis og erlendis, hjá Iceland Express, Primera Air, Transavia og Emirates.