Miðvikudagur 26. júlí 2017 kl. 15:11
Freydís studdi stelpurnar og vann miða á EM
Njarðvíkingurinn Freydís Helga Árnadóttir vann ferð fyrir fjóra með gistingu og miðum á leik Íslands - Austurríkis í #óstöðvandi leik Icelandair á dögunum. Hún sótti vinninginn í gær en kveðjan sem hún sendi inn til stelpnanna okkar innihélt þau skilaboð að hugarfærið væri það skipti öllu máli.