Atnorth
Atnorth

Fréttir

Fimmtudagur 6. maí 1999 kl. 13:06

FRÉTTIR ÚR BÆJARSTJÓRN

Smáfréttir úr bæjar- stjórn Reykjanesbæjar Sviðsmynd fjarlægð á Reykjanesi Sviðsmynd sem Íslenska kvikmyndasamsteypan setti upp við Valahnúk á Reykjanesi verður fjarlægð á hennar kostnað. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um að sviðsmyndin verði fjarlægð hefur fyrirtækið ekki orðið við þeim óskum bæjaryfirvalda Reykjanesbæjar. Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í síðustu viku að látafjarlægja sviðsmyndina. Tilboði Kynnisferða tekið í SBK Eins og sagt var frá í Víkurfréttum nýlega fengu bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar tilboð frá Kynnisferðum í 30% hlutafjár í SBK hf. Bæjarstjórn samþykkti að ganga að tilboði Kynnisferða en það hljóðaði upp á 15 millj. kr. á genginu 1,25. Sem kunnugt er var Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur breytt í hlutafélag fyrir nokkru síðan en Reykjanesbæjar hefur verið eini hluthafinn. Rútuferðir milli Reykjanesbæjar og Leifsstöðvar Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt tillögu framkvæmdastjóra SBK um samgöngur milli Leifsstöðvar og Reykjanesbæjar. Málið var til afgreiðslu í bæjarráði sl. miðvikudag og staðfest í bæjarstjórn í fyrradag til eins árs. Kostnaður bæjarfélagsins verði þó ekki hærri en 3 milljónir króna.
Bílakjarninn
Bílakjarninn