FRÉTTIR ÚR BÆJARSTJÓRN
Smáfréttir úr bæjar-stjórn ReykjanesbæjarSviðsmynd fjarlægð á ReykjanesiSviðsmynd sem Íslenska kvikmyndasamsteypan setti upp við Valahnúk á Reykjanesi verður fjarlægð á hennar kostnað. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um að sviðsmyndin verði fjarlægð hefur fyrirtækið ekki orðið við þeim óskum bæjaryfirvalda Reykjanesbæjar. Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í síðustu viku að látafjarlægja sviðsmyndina.Tilboði Kynnisferða tekið í SBKEins og sagt var frá í Víkurfréttum nýlega fengu bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar tilboð frá Kynnisferðum í 30% hlutafjár í SBK hf. Bæjarstjórn samþykkti að ganga að tilboði Kynnisferða en það hljóðaði upp á 15 millj. kr. á genginu 1,25.Sem kunnugt er var Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur breytt í hlutafélag fyrir nokkru síðan en Reykjanesbæjar hefur verið eini hluthafinn.Rútuferðir milli Reykjanesbæjar og LeifsstöðvarBæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt tillögu framkvæmdastjóra SBK um samgöngur milli Leifsstöðvar og Reykjanesbæjar. Málið var til afgreiðslu í bæjarráði sl. miðvikudag og staðfest í bæjarstjórn í fyrradag til eins árs. Kostnaður bæjarfélagsins verði þó ekki hærri en 3 milljónir króna.