Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 25. júní 1999 kl. 22:02

FRÉTTIR ÚR BÆJARRÁÐI REYKJANESBÆJAR

Úrræði gegn brottfalli eldri nemenda Bæjarráð samþykkti á fundinum þann 16. júní, tillögu Eiríks, skólamálastjóra, varðandi úrræði gegn þeim nemendum 9. og tíunda bekkjar sem hætta er á að flosni úr skóla áður en grunnnámi. Tillagan gerir ráð fyrir að samstarf grunnskóla og vinnuskóla verði umtalsvert og markvisst allan grunnskólaferil nemendanna. Undir kostaðaráætlun Eldhús Garðasels verður endurbætt af GD Trésmíði ehf. fyrir kr. 1.296.840,- eða 92,5% af kostnaðaráætlun. Verður að teljast nokkuð gott að fá verkboð undir kostnaðaráætlun þessa síðustu og bólgnustu tíma. Fjarnám fyrir leikskólakennara Með samþykki bæjarráðs þann 16. júní sl. verður 4 leikskólakennurum gert mögulegt að stunda fjarnám við Kennaraháskóla Íslands. Leyfi til fjarnáms þurfa leikskólakennarar frá skóla- og fræðsluráði Reykjanesbæjar að fenginni umsögn leikskólafulltrúa. EES handbók til hjá Reykjanesbæ Áhugamenn um EES ætti að létta aðeins að vita af kaupum Bæjarráðs Reykjanesbæjar á handbók Sigurrósar Þorgrímsdóttur um Evrópska Efnahagssvæðið. Bókin er sögð vera handhægt uppflettirit um EES. Stórátak í kennaramálum Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi þann 16. júní sl. að gera tímabundið átak í ráðningarmálum kennara næstu tvö skólaárin. Felast í átaki bæjaryfirvalda aðstoð við útvegun leiguhúsnæðis og heimild til að greiða kennurum með full réttindi í 100% stöðu sem flytjast búferlum til Reykjanesbæjar flutningsstyrk að upphæð kr. 300 þúsund (eingreiðslu) gegn því að samið sé til í.þ.m. tveggja skólaára. Næðisstund fyrir 1-3. bekk Á sama fundi bæjarráðs var samþykkt að skóladagurinn byrjaði kl. 08:15 í öllum skólum bæjarins og að nemendur í 1, 2 og þriðja bekk fengu næðisstund að loknu hádegisverðarhléi. Sérkennslumiðstöðvar innan hvers skóla Eiríkur Hermannsson, skólamálastjóri, fékk enn eina tillögu sína samþykkta í bæjarráði þann sextánda sl. er bæjarráð féllst á tillögur hans um tilhögun sérkennslu þó með áherslu á að kostnaður verði ekki meiri en áður. Samkvæmt skólamálastjóra hefur hver skóli sína sérkennslumiðstöð, stjórn hennar verði í höndum skólastjóra og fagstjóra sérkennslu. Fagstjórar haldi reglubundið samráðsfundi ásamt fulltrúa Skólaskrifstofu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024