Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fréttir frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar beint á netið
Fimmtudagur 20. júní 2002 kl. 17:39

Fréttir frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar beint á netið

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir að þráðlaus nettenging á bæjarskrifstofum verði gerð aðgengileg fyrir blaðmenn staðarblaða og annarra fjölmiðla sem þess óska á bæjarstjórnarfundum í framtíðinni þannig að fréttamenn geti sent fréttir beint á netið meðan bæjarstjórnarfundir eru enn í gangi. Þessari tillögu Steinþórs Jónssonar Sjálfstæðisflokki var vísað til bæjarráðs, samkvæmt nýjum verklagsreglum meirihluta Sjálfstæðismanna.Í greinargerð segir:
Blaðamenn staðarblaða hafa mætt á hvern einasta fund bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á síðasta kjörtímabili og þannig komið fréttum og umfjöllun bæjarstjórnar til bæjarbúa og annarra í lok funda á netútgáfu sinni en síðar í blöðin sjálf. Þá hafa aðrir fjölmiðlar verið á einstökum fundum enda aðstaða fyrir áheyrendur í sal bæjarstjórnar með miklum sóma. Oft hefur umræða um beina útvarpsútsendingu komið upp en með aðgangi að beinni útsendingu frétta á netið má segja að fyrsta skrefið sé tekið í þá átt að gera bæjarstjórnarfundi enn aðgengilegri fyrir almenning enda umferð á netútgáfum fjölmiðla gríðarleg og fer vaxandi. Á bæjarstjórnarfundum eru bæjarfulltrúar tengdir netinu með þráðlausu sambandi og sú tækni sem fjölmiðlar þurfa því þegar fyrir hendi.
Undir þetta skrifar Steinþór Jónsson.
Víkurfréttir sóttu alla bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar á síðasta kjörtímabili og hafa sýnt því áhuga á flytja fréttir "beint" af bæjarstjórnarfundum með nettengingu í sal bæjarstjórnar. Tillaga Steinþórs fékk góðan hljómgrunn á bæjarstjórnarfundinum í vikunni. Það var hins vegar spaugilegt að engir fulltrúar fjölmiðla voru á þessum fundi, þar dem fjallað var um starfsaðstöðu fjölmiðlanna. Blaðamenn Víkurfrétta voru löglega afsakaðir við lokafrágang á efnismiklu sumarblaði Víkurfrétta sem kemur út strax eftir helgina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024