Fréttir, fólk og mannlíf
- í Víkurfréttum sem koma út í dag
Það eru ferskar fréttir, fólk og iðandi mannlíf í Víkurfréttum sem koma út í dag. Í blaði vikunnar tökum við hús á 70 ára afmæli kvenfélagsins Hvatar í Sandgerði, skoðum nýtt hótel í miðbæ Grindavíkur og dönsum Óla Skans með forseta lýðveldisins.
Við tökum einnig púlsinn á dagskrá Sjóarans síkáta, kíkjum í hæstu hæðir með leikskólabörnum og ræðum við knattspyrnukappann Samúel Kára. Blaðið í heild má skoða hér að neðan.