„Fréttablaðið“ gefið út í Garðinum!
Nýtt dagblað sem hefur göngu sína 23. apríl nk. á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið upp nafn blaðs sem gefið hefur verið út í Garðinum síðan 1987.Fréttablaðið, var fyrst gefið út í Garðinum árið 1987 af þá ungum og áhugasömum blaðaútgefanda, Hilmari Braga Bárðarsyni. Hann hefur starfað við Víkurfréttir síðan á fyrsta útgáfuári Fréttablaðsins. Fyrst sem blaðamaður og ljósmyndari, þá fréttastjóri og nú framleiðslustjóri hönnunardeildar.
„Ég hef gefið Fréttablaðið út í Garðinum með nokkrum hléum en blaðið kom síðast út sumarið eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Útgáfan hefur legið niðri síðan þá en til stóð að hefja hana að nýju á næstu misserum enda fer kosningaár í hönd og ég hef byggt útgáfuna upp á auglýsingum á sama hátt og hið nýja dagblað í Reykjavík“, sagði Hilmar í samtali við netútgáfu Víkurfrétta.
- Hvað finnst þér um nafnið á nýja dagblaðinu?
„Það er sérkennilegt að sjá nafn sem ég hef unnið með í 14 ár birtast á skilti á húsi í Reykjavík. Það kann vel að vera að útgefendur dagblaðsins Fréttablaðsins hafi tryggt sér einkarétt á nafninu en fyrir marga Garðmenn þá hljómar nafnið kunnuglega og örugglega komin hefð á nafnið þar. Ætli ég láti ekki reyna á það hvort ég geti gefið út áfram með þessu nafni í Garðinum“.
Blaðhaus Fréttablaðsins sem gefið hefur verið út í Garðinum síðan 1987.
„Ég hef gefið Fréttablaðið út í Garðinum með nokkrum hléum en blaðið kom síðast út sumarið eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Útgáfan hefur legið niðri síðan þá en til stóð að hefja hana að nýju á næstu misserum enda fer kosningaár í hönd og ég hef byggt útgáfuna upp á auglýsingum á sama hátt og hið nýja dagblað í Reykjavík“, sagði Hilmar í samtali við netútgáfu Víkurfrétta.
- Hvað finnst þér um nafnið á nýja dagblaðinu?
„Það er sérkennilegt að sjá nafn sem ég hef unnið með í 14 ár birtast á skilti á húsi í Reykjavík. Það kann vel að vera að útgefendur dagblaðsins Fréttablaðsins hafi tryggt sér einkarétt á nafninu en fyrir marga Garðmenn þá hljómar nafnið kunnuglega og örugglega komin hefð á nafnið þar. Ætli ég láti ekki reyna á það hvort ég geti gefið út áfram með þessu nafni í Garðinum“.
Blaðhaus Fréttablaðsins sem gefið hefur verið út í Garðinum síðan 1987.