Fréttablaðið brann í stigahúsi – íbúum stefnt í hættu
Eldur var borinn að stafla af Fréttablaðinu þar sem það var á gólfi stigahúss við Hjallaveg 3 í Njarðvík í kvöld. Tilkynning barst til slökkviliðs um mikinn eld og að margir væru lokaðir inni í húsinu. Viðbúnaður slökkviliðs var þess vegna mikill. Hins vegar logaði aðeins eldur hrúgu af Fréttablaðinu í stigahúsinu og var eldurinn fljótt slökktur. Stigahúsið var reykræst en lögregla rannsakar málið.
Þó nokkrir brunar hafa verið síðustu daga og vikur á Suðurnesjum sem rekja má til íkveikju. Kveikt hefur verið í nokkrum bílum, iðnaðarhúsi á Stafnesi og nú var gerð tilraun til íkveikju í fjölbýlishúsi í Njarðvík.
Mynd: Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja á vettvangi brunans í kvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi
.