Frestur runninn út
Frestur sem var gefinn forsvarsmönnum Stálpípuverksmiðjunnar í Helguvík hefur runnið út en hann var fenginn til þess að klára fjármögnun verksmiðjunnar. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Víkurfréttir í dag að einhverjar upplýsingar lægju fyrir á næsta fundi Atvinnu- og hafnarráðs sem fram fer í næstu viku.
Nú eru þrjú ár liðin frá því að forsvarsmenn International Pipe and Tube skrifuðu undir samninga um byggingu verksmiðjunnar í Helguvík en forstjóri fyrirtækisins hefur ávallt verið bjartsýnn á að fjármögnun verksmiðjunnar takist. Lóðin undir hugsanlega Stálpípuverksmiðju var tilbúinn fyrir rúmu ári síðan og gerðu fyrstu áætlanir ráð fyrir að framkvæmdir hæfust þá þegar.
Ekki náðist í Pétur Jóhannsson, hafnarstjóra Reykjanesbæjar, en hann er í sumarfríi eins og stendur.
Nú eru þrjú ár liðin frá því að forsvarsmenn International Pipe and Tube skrifuðu undir samninga um byggingu verksmiðjunnar í Helguvík en forstjóri fyrirtækisins hefur ávallt verið bjartsýnn á að fjármögnun verksmiðjunnar takist. Lóðin undir hugsanlega Stálpípuverksmiðju var tilbúinn fyrir rúmu ári síðan og gerðu fyrstu áætlanir ráð fyrir að framkvæmdir hæfust þá þegar.
Ekki náðist í Pétur Jóhannsson, hafnarstjóra Reykjanesbæjar, en hann er í sumarfríi eins og stendur.