Fresta þurfti æfingu Björgunarsveitarinnar Suðurnes
 Hætta þurfti við fyrstuhjálparæfingu Björgunarsveitarinnar Suðurnes og Landhelgisgæslunnar þar sem þyrlan, TF-LIF, þurfti að sinna útkalli. Farið var í sjúkraflug þar sem spænskur sjómaður var sóttur um borð í togarann Eirado do Costal.
Hætta þurfti við fyrstuhjálparæfingu Björgunarsveitarinnar Suðurnes og Landhelgisgæslunnar þar sem þyrlan, TF-LIF, þurfti að sinna útkalli. Farið var í sjúkraflug þar sem spænskur sjómaður var sóttur um borð í togarann Eirado do Costal. 
Vonast eftir því að hægt verði að framkvæma æfinguna um næstu helgi. Markmið hennar er að æfa sveitina í fyrstuhjálp og sjá hvernig til tekst að koma búnaði á milli staða.
Nálægðin við Keflavíkurflugvöll gerir það að verkum að Björgunarsveitin Suðurnes er með fyrstu björgunarsveitum sem koma á vettvang ef stórslys verða þar. Því er mikilvægt að allir séu vel æfðir og undirbúnir. 
VF-mynd/Margrét
 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				