Fremur hæg austlæg átt og él

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Fremur hæg austlæg átt. Léttskýjað, en sums staðar él við ströndina. Austan 13-20 m/s og snjókoma sunnantil undir kvöld, en hægari norðaustantil á landinu og þurrt að mestu. Norðan 10-18 seint í nótt og él eða snjókoma í flestum landshlutum. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu á morgun. Frost 0 til 15 stig, minnst með suðurströndinnni undir kvöld en kaldast inn til landsins.