Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 22. desember 1999 kl. 20:08

FREMSTA VÍGLÍNA

Ný bók um umsvif stríðandi þjóða og þátt herliðsins á Ísland í síðari heimsstyrjöldinni: Átök og hernaðarumsvif á Austurlandi í heimsstyrjöldinni síðari. Höfundur: Friðþór Eydal. Í bókinni birtast í fyrsta sinn frásagnir þýskra kafbátsforingja sem lágu fyrir skipum undan Austfjörðum, fífldjörfum heimsóknum þeirra í Seyðisfjörð og árásum á skip sem hurfu sporlaust. Einnig er í fyrsta sinn greint frá áformum um lagningu flugvalla á stærð við Keflavíkurflugvöll í Aðaldal og á Egilsstöðum, herstöðvar við þá og hafnarmannvirki. Þá er fjallað um starfsemi öryggisþjónustu hersins og Vestur-Íslendinga sem störfuðu við að uppræta undirróðursstarfsemi og njósnir Þjóðverja, kafbátaferðir með þýska njósnara til landsins og þátt gagnnjósnara bandamanna á Íslandi í innrásinni í Normandí.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024