Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 6. janúar 2001 kl. 04:31

Frekari rannsókn á öryggispúðum

Tveir bifvélavirkjar, sem lögreglan í Keflavík fól að rannsaka flak bifreiðar hjóna frá Keflavík sem fórust í bílslysi á Reykjanesbrautinni í lok nóvember, hafa skilað áliti sínu. Að sögn lögreglu er engin niðurstaða beinlínis önnur en sú að öryggispúðar blésust ekki út og er því talið viðeigandi að senda þann hluta flaksins sem máli skiptir til frekari rannsóknar erlendis. Vísir.is greinir frá í dag.
"Það kemur vonandi fljótlega í ljós hvaða leið verður farin. En þetta er spor í þá átt að taka ákvörðun um framhaldið. Þetta þarfnast frekari rannsóknar," sagði Jóhannes Jensson lögreglufulltrúi í samtali við DV. Hann segir að líklegt sé að
sá hluti flaksins sem um er að ræða verði sendur til útlanda í rannsókn.

Ekki liggur fyrir hver ber hitann og þungann af þeirri rannsókn sem fram undan er. Bíllinn var af gerðinni Peugeot 405.

Gunnar Gunnarsson, talsmaður Peugeot á Íslandi, sagði í samtali við DV að fyrirtæki hans hefði í desember boðið lögreglunni í Keflavík að fá sérfræðinga frá framleiðendum púðanna, svo og sérfræðing frá Peugeot í Frakklandi til að
rannsaka flak bifreiðar hjónanna. Það hefði verið afþakkað af hálfu lögreglu. Gunnar sagðist ekkert hafa heyrt enn þá um niðurstöðu hinna íslensku bifvélavirkja frá Frumherja. Slysið varð á Reykjanesbraut á móts við Kúagerði þegar bíl
var ekið yfir á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að hann lenti í árekstri við bifreið hjónanna. Einn maður var í hinum bílnum og lést hann einnig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024