Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frekar kindarlegur á leið í Múrbúðina
Fimmtudagur 13. október 2022 kl. 16:13

Frekar kindarlegur á leið í Múrbúðina

Kristján Gunnarsson, fyrrum verkalýðsleiðtogi hjá VSFK, sagði hrút sem varð á vegi hans í dag hafa verið frekar kindarlegan þar sem hann var á leiðinni í Múrbúðina við Fuglavík í Keflavík rétt í þessu. Kristján birtir myndir af hrútnum, sem er fallegasta dýr, á fésbókinni í dag.

Hrúturinn hefur væntanlega sloppið úr girðingu í Grófinni en þar eru fjárhús og girðing sem virðist vera ótraust, en kindur hafa reglulega sloppið út fyrir girðinguna að undanförnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024