Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Freistandi tilboð og viðskiptavinum Nettó hleypt inn í hópum
Laugardagur 2. október 2010 kl. 14:49

Freistandi tilboð og viðskiptavinum Nettó hleypt inn í hópum

Það var heldur betur fjör í verslun Nettó í Mjóddinni í Reykjavík í gær. Þegar búðin opnaði í gærmorgun voru langar raðir við alla innganga og fljótlega þurfti að grípa til þess ráðs að hleypa viðskiptavinum inn í verslunina í hópum. Það var bæði vegna þess að verslunin var að fyllast af fólki og eins vegna þess að allar innkaupakerrurnar voru komnar í notkun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ástæðan fyrir öllu fjörinu í Nettó í Mjódd var að verslunin var að opna að nýju eftir miklar breytingar og tímamótunum var fagnað með því að bjóða viðskiptavinum upp á ómótstæðileg tilboð á ýmsum vörum.

Þannig ruku út heilu kjötfjöllin af lambahryggjum, lambalærum, sviðum og svínahamborgarhryggjum, svo eitthvað sé nefnt. Einnig mátti sjá fjölmörg önnur freistandi tilboð um alla búð.

Það voru ekki bara viðskiptavinir Nettó sem nutu góðs í gær, því við opnunina afhenti Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa hf., sem eiga og reka Nettó, þremur aðilum veglega styrki. Fyrst má nefna Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, þá Landsamband eldri borgara og einnig Kærleiksboðberana, sem eru reglusystur Móður Teresu.

Allir þökkuðu kærlega styrkina og sögðu þá koma sér vel á þessum síðustu tímum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Nettó í Mjódd í gær. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson