Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Freigátan Brandenburg á Stakksfirði
Fimmtudagur 14. apríl 2011 kl. 15:17

Freigátan Brandenburg á Stakksfirði

Freigátan Brandenburg kastaði festum á Stakksfirði skammt frá landi í Njarðvík í gærkvöldi. Í kjölfarið komu svo tvö önnur herskip þýska hersins, m.a. Berlín, sem er stærsta skip þýska flotans og önnur freigáta, Rheinland-Pfalz.


Skipin voru á Stakksfirðinum í nótt en snemma í morgun fóru þau til Reykjavíkur til að gleðja borgarstjórann. Sea King þyrla af herskipinu Berlin verður á bakvakt hjá Landhelgisgæslunni á meðan skipin eru hér á Íslandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson