Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 28. febrúar 2002 kl. 01:13

Fráveitumannvirki fyrir hálfan milljarð

Um fimmhundruð milljóna króna framkvæmdir við gerð nýrra fráveitumannvirkja fyrir Innri- og stærstan hluta Njarðvíkur ásamt Keflavíkurflugvelli er nú lokið og verða formlega tekin i notkun á morgun, föstudag. Áætlaður heildarkostnaður við allar fráveituframkvæmdir í Reykjanesbæ er samtals 1160 milljónir króna en næst verður hafist handa við framkvæmdir í Keflavík.Búið er að leggja sniðræsi frá Innri-Njarðvík og varnarliðinu að Bolafæti, lokið er lagningu yfirfallsútrásar við Bolafót, hreinsistöð með tilheyrandi búnaði hefur verið tekin í notkun svo og millidælustöð í Innri-Njarðvík. Lokið er að leggja 850m langa aðalútrás út frá Kirkjuvík ásamt tilheyrandi mannvirkjum. Aðeins er eftir að gera dælukerfi á Fitjum og á Bökkum og tengja þau hreinsistöðinni. Kostnaðaráætlun um framkvæmdirnar hefur staðist að mestu, en heidarkostnaður var áætlaður 435 milljónir. Verkið var boðið út í áföngum og er nú lokið sex verkáföngum.
Fyrsti áfangi, sniðræsi og 2. áfangi, yfirfallsútrás, voru unnir að mestu á árinu 1999. Verktaki beggja áfanganna var ÍAV hf. 3. áfanginn, vél- og rafbúnaður í hreinsistöð var einnig boðinn út á árinu 1999 og kom í hlut Fálkans hf. sem er nú að ljúka uppsetningu og prófunum. Fjóðri áfanginn var bygging hreinsistöðvar. Hjalti Guðmundsson annaðist það verk. Verkið hófst í maí 2000 og er nú lokið. Fimmti áfanginn var sniðræsi til Innri-Njarðvíkur og millidælustöð þar. Verkið hófst síðari hluta ársins 2000 og er nú að mestu lokið. Verktaki var Toppurinn verktakar. Sjötti áfangi, aðalútrás var unnin á árinu 2001. Verktaki var ÍAV hf.
Meginatriði samninganna við varnarliðið vegna þessara umfangsmiklu framkvæmda eru þau að Reykjanesbær annast allar framkvæmdir við fráveituna svo og rekstur hennar. Varnarliðið greiðir 60% kostnaðar við sameiginlega verkþætti, en hvor aðili greiðir að fullu kostnað við þá verkþætti sem einungis nýtast þeim. Reksturskostnaður skiptist samkvæmt mælingu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024